6.12.05

Bööööööööööööööööööö......
Já, þetta vakna ég við á morgnanna þessa dagana. Nýjasta tíska hjá Brevu litlu er að segja bö við allt og alla. Ekkert smá krúttulegt og ekkert smá notó að vakna við þetta á morgnanna. Þótt okkur bregði auðvitað alltaf smá... ;o)
Jólaóskin okkar hjónaleysa rættist heldur betur í síðastliðinni viku þegar samningar náðust um kaup á draumaíbúðinni! Á bara eftir að ganga frá pappírsvinnu (7, 9, 13...) og þá er allt klárt. Við fáum íbúðina afhenta 15. janúar og okkur finnst ekkert smá stutt þangað til því jólin eru auðvitað í millitíðinni og svona. Núna er maður bara að raða í stofuna í huganum og láta sig dreyma um ný húsgögn og uppþvottavél (sem er auðvitað nr. 1, 2 og 3 á óskalistanum!).
Annars er ég mest lítið farin að huga að jólum. Síðasta vika fór öll í viðskipti fyrir breski-group og yfirlestur á bæklingum og ritgerðum í stað jólabaksturs og notalegheita. Aldrei að vita nema maður skelli í eins og eina sort í þessari viku. Ég fékk þó fyrsta alvöru jólahrollinn í gær þegar ég var í stofunni hjá mömmu og pabba og varð hugsað til aðfangadagskvölds. Nú get ég farið að koma mér í gírinn, gaman, gaman!
Gleðilegan vetur og gleðilega aðventu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með íbúðina hvar er hún? þið eruð varla að yfirgefa fjörðinn er það?