4.10.05

1 tafla 2svar á dag
Ég fór til læknis í gær. Sem gerist nú ekkert oft sem betur fer. En núna er ég búin að vera með kvef vibba í næstum 2 vikur og held alltaf að mér sé að batna en það gerist ekki. Læknirinn kíkti upp í mig. Potaði svo í andlitið á mér. "Já, það er bara allt fast." Gekk svo að tölvunni sinni. "1 tafla 2svar á dag og þú ættir að lagast." Svo horfði hann bara á mig með svona -ertuekkiaðfarasvip- og ég alveg "já og það er bara nóg? 1 tafla 2svar á dag og ég lagast....hahhh..." Míns var ekkert sérlega sátt við þetta múv hjá honum, en jú ok - ég var nú viss um að ég þyrfti sýklalyf. Málið er bara að ég er vön því að mér sé t.d. sagt hvað er að mér. Minn læknir er vinalegur og góður kall sem segir "já, ég held nú að þetta sé x og það virkar svona eða hinsegin og taktu svo bara hérna 1 töflu 2svar á dag og þú ættir að lagast." Ég er bara þannig gerð að ég þarf að fá útskýringar á öllu. Akkuru? Akkuru? Akkuruuuu?
*
metró-barnaefni?
Munið þið eftir því að pósturinn Páll hafi átt konu og barn í denn? Mér finnst eins og það hafi alltaf bara verið pósturinn Páll og kötturinn Njáll. Kannski er ég bara gleymin, en núna á hann a.m.k. fjölskyldu. Í gær fór hann í gjafavöruverslun til þess að kaupa blómapotta sem hann og konan hans ætluðu að fara að mála saman um kvöldið... hmmmm... Svo hef ég bara séð svona 2 þætti af Bubba byggi. Í öðrum var hann að skipuleggja tískusýningu og í hinum var hann að skipuleggja ball og var að laumast á dansnámskeið allan þáttinnn.... hmmmmmm.. Ekkert að það sé e-ð að því að karlmaður fari á dansnámskeið en ég hélt bara að Bubbi væri svona matsjó smiðstýpa sem væri bara að keyra gröfuna sína og hnykla vöðvana. En ætli það megi ekki segja að jafnréttið hafi ratað inn í barnaefnið eða að metrósexjúalisminn (eru ekki allir komnir með ógeð af þessu orði?) sé þar kominn til að vera? Það er reyndar svo nóg til af matsjó barnaefni. Eða er það ekki annars matsjó að vera til dæmis í þröngum spandexgalla með skykkju og fljúga um himininn? Þetta er alveg efni í skemmtilegar pælingar. En mig langar að Brynhildur geti horft á Kærleiksbirnina eða Bangsa Bestaskinn!

Engin ummæli: