léttlestrarefni
Við eigum nóg af því hér í vinnunni. Til dæmis hef ég dundað mér við að þýða og semja nokkra stutta leskafla fyrir fólkið hér til að lesa. En það er ekki þannig léttlestrarefni sem er til umræðu hér og nú. Hérna beint fyrir framan skrifstofuna mína er klósett fyrir starfsfólkið á hæðinni. Það er nú samt ekkert sérlega mikið notað, engin brjáluð traffík. Sem betur fer. En hérna rétt áðan kom ein ung kona sem vinnur við ákveðin sérfræðistörf hér á hæðinni, brosti til mín og sjúklingsins sem var hér inni hjá mér, greip með sér tímarit (ekkert að fela það neitt) og hvarf inn á klósett.... Aðeins of miklar upplýsingar fyrir mig. Maður vill ekkert sjá svona hluti fyrir sér.
*
Mér tókst að spotta karl föður minn í þættinum í gær. Hann kom bara nokkuð vel út. Fékk samt ekki að segja neina brandara. Sem er verra. Mér fannst eitt samt pínu asnalegt í þættinum. Þau voru í heimsókn á bólsturverkstæði, þar sem menn vinna sem lifa af því að klæða sófa, sessur og þess háttar. Í sama þætti eru þau með svona "do it your self" atriði þar sem Nadia (heitir hún það ekki annars?) bólstraði bara sjálf sessu. Ekkert mál! Það er auðvitað til heftibyssa á hverju heimili. Æ, mér fannst þetta hálf halló. Ekki það að þeir hafa nóg að gera. Pabbi er náttla aðalgaurinn í bransanum ;o) SK-bólstrun er hittið í dag.
ses
1 ummæli:
ekkert tengt bólstrun eða jú ég lét einu sinni yfirdekkja stól og fékk hann til baka með áklæðinu öfugu...það var líka kúl. En kíkti á bloggið hans Kidda Nikki er líka í hvíta riddaranum bara í fótbolta :)
Skrifa ummæli