7.6.05

Skáld mánaðarins
Brynhildur Eva hefur valið sigurvegara í ljóðasamkeppninni og mun það vera hún Katrín okkar a.k.a. katyline a.k.a kaka! Þegar hefur áritað eintak af Únglingnum í Firðinum verið sent til hennar með sniglapósti.... Svona hljómar sigurljóðið:
*
Ester hún er sæt og fín í Hvamminum með Kidda.
Þau eiga litla stúlkusnót og frænka hennar er Bidda!
*
Það hefur margt á daga okkar drifið síðan síðast, en BEK fór aftur í næturpössun og að þessu sinni til Stefaníu ömmu sinnar. Djammsjúkir foreldrar hennar kíktu út á lífið þarsíðustu helgi og skemmtu sér konunglega enda í fylgd með 2 pappaheilum.... :oP Hún mun einnig fara í næturpössun á föstudaginn en þá er langþráð MÍ djamm!! Ég hlakka ekkert smáááá til stelpur, verst að það vantar Sólbrúnu :o( Í bæði skiptin sem ég hef kíkt á djammið síðan BEK fæddist hef ég hitt Adda úr 4. N... skrýtið, ég er bara orðin spennt að hitta hann á föstudaginn ;o) Við fórum auðvitað að tala um að 4. N þyrfti að fara að hittast og það er eins og það er, alltaf verið að tala en aldrei neitt gert. Það væri samt gaman að hitta alla! Enda 5 ára útskriftarafmæli og tilefni til hittings.
Rómantíkin beit hann Kidda í rassinn um helgina og hann bauð minns á útgáfutónleika Hildar Völu. Það var voða kósý og gaman, hún syngur auðvitað eins og engill :o) Svo var strákur sem spilaði á undan henni 3 lög, trúbadorinn Helgi Valur, og vá!! Mig langar í diskinn hans, hann er geggjaður söngvari. Angurvært þunglyndisrokk á kassagítar..... Semur sjálfur og fyrsta lagið var um "þá vofeiglegu atburði sem áttu sér stað í Vesturbænum þegar móðir varð dóttur sinni að bana", míns var bara gráti næst...... diskurinn - fyrsta lagið

3 ummæli:

she sagði...

Katrín til hamingju þú ert greinilega á rangri hillu..... þvílíkt ljóð !!!!! :)

En ég er orðin ofsa spennt fyrir fös........... ;)

Nafnlaus sagði...

guð var ekki búin að fatta með 5árin síðan við útskrifuðumst.... væri nottla alveg tilvalið að hafa þá hitting
en allavega er líka orðin mjög spennt fyrir föst :O)

og já katyline til hamingju ;O)

Katrin sagði...

Takk fyrir síðast gellur !! Vááá maður er bara alltaf að vinna eitthvað... síma... ljóðakeppni hehehe ;) en fyndið ég hitti Adda í sundi í gær og hann bara voða hress...