Stuðpartý í Kelduhvamminum síðasta laugardag og Brynhildur Eva fór í fyrsta sinn í næturpössun! Maður fékk sér í litlu tána og skemmti sér eins og maður ætti lífið að leysa og það var bara nokkuð gaman ;o) Næturlífið í Reykjavík var nú samt ekki alveg að gera sig, það var miklu meira gaman í partýinu! Er það ekki alltaf þannig?! En Brynhildi fannst bara fínt að lúlla hjá ömmu og afa þannig að þá er búið að testa það, sem er gott. Verst bara hvað ég vakna alltaf snemma eftir djamm, gat ekkert nýtt mér það að sofa almennilega út....
Löng helgi á næsta leiti og það lítur út fyrir að það verði nóg að gera. Erum að pæla í að skella okkur í sumó á föstudaginn og koma heim á laugardag því þá erum við að fara í grillpartý. Svo á sunnudaginn verður Gutti litli skírður við hátíðlega athöfn. Spennandi það. Heyrst hefur að það verði boðið upp á horn í veislunni.... Það kemur svo bara í ljós hvort nokkuð annað verði í boði ;o) Svo verður bara slakað á og notið þess að eiga aukafrídag.
Brynhildur framhleypna vill alls staðar standa þessa dagana. Hún er ekki farin að skríða og hún stendur ekki upp sjálf (reynir það samt) en aðalsportið er að fá að standa upp við allt og þá verður mín montin á svipinn!! Hún er orðin nokkuð góð í þessu og getur sleppt sér aðeins án þess að detta og labbað aðeins með. Algjör rúsla. Ætli hún hlaupi ekki bara áður en hún skríður. Ég held að hún hafi þetta frá mömmu sinni, ég þarf helst að vera búin að öllu áður en ég byrja :oÞ
bleeeee
1 ummæli:
Takk fyrir skemmtó partý ;) Næst verður það í Bólstaðarhlíðinni :)
Skrifa ummæli