18.5.05

....betra er að sofa lengi en vakna snemma....
Brunuðum í bústað í Árnesi á föstudaginn og vorum þar í góðri afslöppun. Brynhildi Evu fannst nú ekki gaman að keyra í sveitina og neitaði að sofna fyrr en við vorum nánast komin í hlað, þrátt fyrir mikla þreytu! Þreyttu foreldrarnir fengu svo að leggja sig aftur um morguninn á meðan amman og afinn höfðu ofan af fyrir unganum. Það var ansi ljúft. Svo fór litla fjölskyldan í heitapottinn og hafði það huggulegt með tilheyrandi buslugangi :o)
Seinnipart laugardagsins brunuðum við síðan heim til að ná heljarinnar grillveislu í Stuðlaberginu. Þangað komu líka Þóra og fjölskylda og Brynhildur náði að klípa aðeins í Gutta litla, þvílíku straumarnir á milli þeirra ;o) Þau verða góð saman!
Á sunnudaginn gerðist svo sá merki atburður að prinsinn, sá sem áður hefur þekkst undir nafninu Gutti litli, var skírður og honum gefið alvöru nafn! Hlaut hann nafnið Baldur Kári og fær nafngiftin sú 5 stjörnur af 5 mögulegum frá okkur hér í Kelduhvammi ;o)
Á mánudaginn fannst litlu fjölskyldunni nú ekki nóg komið af skemmtiefni helgarinnar og ákvað að skella sér í Húsdýragarðinn. Brynhildi Evu fannst kiðlingarnir skemmtilegastir, fyrir utan hina krakkana sem voru í Húsdýragarðinum... Það var eiginlega mest gaman að horfa á þá. Og mýsnar í svínastíunni.
Nú hefur hversdagsleikinn tekið völdin á nýjan leik en það er svo gott veður að mér er alveg sama! Ætla bara að skella mér í garðinn minn eftir vinnu og flatmaga þar í sólinni :oD Allir velkomnir! Svo er Júróvisjon framundan og nóg að gera.......

Engin ummæli: