23.5.05

mánudagur, mánudagur
Það mætti halda að það væri bara einn dagur í vikunni, mánudagur. Mér finnst alltaf vera mánudagur. Og reyndar líka alltaf helgi... Helgin var fullbókuð eins og undanfarið. Hæfilegur skammtur af leti, góðum mat, góðu fólki og smá útiveru í bland :o)
Skelltum okkur með Brynhildi Evu með okkur til Grindavíkur í gær á Grindavík-FH. Brynhildur Eva hefur verið skipuð lukkutröll liðsins því leikurinn vannst með 5 mörkum gegn 1! Frekar flott það. Hún var ekkert smeyk við trommuslættina og öskrin enda þrælvön eftir að hafa kúrt í kúlunni á öllum leikjum síðasta sumars ;o)
Skellti mér í laugina áðan. Frekar notó að vera að synda í sólinni í stað þess að vera heima að svæfa... Pabbinn fékk að sjá um það. Þá er bara best að mamman hafi það gott á meðan! En rosalega er maður fatlaður að nota gleraugu. Ég var alveg allsber í sturtunni (!!) og fannst ég þá allt í einu sjá gaur í klefanum. Ég hugsaði í alvörunni hvort ég væri í vitlausum klefa. Fór geðveikt hjá mér, bwaahahahahha. En þá var þetta bara stelpa að koma af sundæfingu (var sko komin í föt). En vá, hún var alveg eins og karlmaður. Brjálæðislega herðabreið, með engin brjóst og stutt hár. Líka mjög hávaxin. En ég var fegin að fatta að ég var í réttum klefa.....

4 ummæli:

she sagði...

bwahhahahahah sé þig svo fyrir mér .... ;O)

Nafnlaus sagði...

já þú kannast kannski við þessa tilfinningu í sundi.... þú ert nú miklu blindari en ég ;o) hehe

Katrin sagði...

hei var þetta ekki bara ég... mjög hávaxin, engin brjóst og GEÐVEIKT herðabreið!!! BWAHAHAHAAA :)

she sagði...

Lýsingin passar MJÖÖÖG vel við Ka !!! muahhahahahhah