.....mæ sjort herkött.....
Ég held að ég sé búin að skipta sex sinnum um herdú síðan í haust. Þegar Brynhildur Eva fæddist var ég síðhærð ljóska og nú, næstum sjö mánuðum síðar, er maður bara brúnett með sjort eibkött.... Á þessum tíma er hárið smátt og smátt búið að styttast og dökkna. En senn verður það í ljósari kantinum aftur! Ég sver. Það er bara soldið erfitt að fara úr dökku yfir í ljóst, ég ætti nú að vera búin að læra það af reynslunni. Svona er að eiga sys sem er í hárgreiðslu, hún sér um þetta. Skrítin tilviljun samt að þegar ég fór í litun í gær hét gaurinn sem litaði mig Kiddi! Alveg eins og Kiddi, alveg furðuleg tilviljun það... hmmmmm. Það verður ekkert mál að setja Brynhildi Evu til dagmömmu, aumingja barnið hugsar bara með sér að þessi kona sé örugglega bara mamma með nýtt herdú :oÞ
Á þriðjudaginn fórum við skötuhjúin með Brynhildi okkar til læknis og fengum staðfest með ofnæmisprófi að hún er með mjólkurofnæmi :o( Það er nú ekkert svo gaman, en vonandi vex þetta af henni sem fyrst. Hún fer aftur í test í ágúst. En hún stóð sig auðvitað eins og hetja þegar læknirinn var að stinga í hana. Ótrúlegustu hlutir innihalda mjólkur-eitthvað þannig að maður verður að vera stöðugt á varðbergi. Hún fékk m.a.s. útbrot um daginn af því að leika sér með (þ.e.a.s naga...) dót sem vinur hennar á, en dótið hafði greinilega komist í snertingu við mjólkurvörur!!
Katrín kom og heimsótti okkur á fimmtudaginn, alltaf gaman að fá hana í heimsókn :o) Núna er hún farin aftur til Stokkhólms. Hæ Katrín þegar þú lest þetta, takk fyrir komuna!
Annars erum við að pæla í að skella okkur til Köben í skóla í haust. Við erum búin að sækja um kollegí og erum að fara að vinna í umsóknunum okkar fyrir skólana! Verst bara hvað maður fær seint svar, við verðum bara að vera viðbúin öllu *krossafingurogvonaaðviðkomumstinn*
túrílú
2 ummæli:
hæ mússí, gaman að fá aðeins að sjá þig og Brynhildi Evu dúllusnúllu :) Ertu komin með dagmömmu??? kv.Katrín
jájá..það á bara að yfirgefa mann..!:'( Það er ekkert annað! nei ég kem í heimsókn:)hellnett:D
Skrifa ummæli