áramótaheit og furðuleg jólaboð...
Nei, ég ætla ekki að strengja nein frekar en fyrri daginn! Auðvitað er maður alltaf að setja sér einhver markmið í huganum en ég geri það nú ekkert frekar um áramót en aðra daga. Það er ekkert heldur venja hjá mér að deila þessum markmiðum með öðrum.. En nú er voða algengt að fólk setji sér markmið eins og að grennast og borða hollari mat og þess háttar, en umræðuefnið hjá okkur við matarborðið á gamlárs var djúpsteiktur matur :oS Hvernig hitt og þetta myndi bragðast djúpsteikt og Kiddi tjáði mér að hann þyrfti nú að fara að djúpsteikja meira!! Já, já verði honum að góðu á nýju ári, hann þarf ekki að elda fyrir mig takk. Annars fengum við rosa flottan blandara í jólagjöf og erum búin að mixa boozt á hverjum morgni síðan *slef*......
Fórum í jólaboð til ömmu í gær, nýársdag. Fengum rosa gott að borða eins og venjulega en ég verð nú að játa að familían mín getur verið doldið spes svona (á góðan hátt *hóst*...). Þegar maturinn var kominn á borðið í stofunni og allir stóðu upp til að fá sér (var svona hlaðborðsfílingur) setti einhver diskinn með Ragga Bjarna í gang.... Stillt var sérstaklega á lagið Flottur jakki, ýkt fyndinn texti (Fékk eitt sinn jakka og fór í hann ....... viðlag: flottur jakki tweed tweed tweed, flottur jakki tweed tweed tweed.... tvírlí tvírlí dí, ú ú, tvírlí tvírlí dí....) og allir sungu og dönsuðu með disk í hendi :o/ -allt lagið var sungið! Svo hlógu allir eins og vitleysingar! Kannski var þetta svona *had to be there* but it cracks me up anyways!!
1 ummæli:
hehe.... :) Sé ykkur svoooo fyrir mér !!!
Skrifa ummæli