Á milli jóla og nýárs fórum við litla fjölskyldan í Smáralind til að prófa flottu kerruna sem Brynhildur Eva fékk í jólagjöf. Ég hélt á Brynhildi inn og Kiddi tók kerruna. Þegar Kiddi kom inn í Smáralind var hann með kerruna í annari og rennblauta skiptitöskuna í hinni (sem átti að vera eftir í bílnum!). Þá hafði hann bara rifið kerruna út og taskan hafði bara fylgt með og lent í tjörudrullubleytunni á bílastæðinu. Allt í lagi með það. Á bílastæðinu á leiðinni út í bíl aftur eftir vel heppnaða kerrusalíbunu:
Kiddi: (sér hvíta vettlinga liggjandi rennandi tjörudrullublauta á bílastæðinu) "Nei, Ester, sjáðu þetta eru alveg eins og þínir vettlingar!"
Ester: "Já!"
Bæði labba bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.... ekkert smá dofin! En þetta voru sem sagt mínir vettlingar og ég fór og náði í þá!
Rólegur að rífa bara kerruna út úr bílnum og láta bara allt sem er í aftursætinu fylgja með!!!! Ég vil taka það fram aftur að vettlingarnir voru hvítir, þeir eru flísfóðraðir og ekkert smá hlýir... Núna liggja þeir í forstofunni og bíða eftir að ég úði þá með tjöruhreinsi eða eitthvað........
3.1.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég samhryggist þér vegna vettlinganna :(
... já og vegna glerauganna líka hrakfallabálkar ... hehe !!!
Skrifa ummæli