gleðilegt ár!!!!
Já þá er nýtt ár skollið á með látum að vanda og ekki hægt að segja annað en að það liðna hafi verið viðburðarríkt og stórmerkilegt fyrir margar sakir. Burtséð frá þeim hörmungum sem dundu á heiminum árið 2004, en þær voru víst sérlega margar þetta árið miðað við fréttaannálana... Þá var ekki mikið um hörmungar hér á bæ, þvert á móti!! Litla krúslímúslan mín hún Brynhildur Eva leit dagsins ljós í fyrsta sinn í ágúst og lífið hefur bara verið tóm hamingja síðan - hvað annað?!!
Jú, auðvitað er þetta ekki bara endalaus dans á rósum að vera allt í einu kominn með annan mjög svo ákveðinn einstakling til að bera ábyrgð á þegar maður er vanur hinu ljúfa lífi, hehe :oÞ en það er bara gaman. Brynhildur Eva er amk mjög ákveðin stúlka sem verður 5 mánaða á þriðjudaginn. Hún er voða dugleg, henni finnst leiðinlegt að liggja á gólfinu og leika sér og er ekkert mikið farin að velta sér - frekar vill hún sitja eða standa... þannig að hún fær stundum að sitja í dótakassanum sínum og róta og svo situr hún líka í matarstólnum og fylgist með borðhaldinu. Henni finnst heldur ekki gaman að fara að sofa á kvöldin þegar aðrir eru vakandi en það er allt að koma hjá henni :o) Núna um jólin fattaði hún að það er voða gaman að borða en hún vill helst borða sjálf, halda í skeiðina og hjálpa til þannig að þegar hún borðar þarf einn að mata og annar að halda höndunum... Þegar hún var rúmlega 3 mánaða byrjaði hún í ungbarnasundi og tekur það mjög alvarlega. Hún er farin að kafa svolítið og stundum sér maður glitta í bros í gegnum einbeitingarsvipinn í sundinu! Eftir 3 vikur fer hún svo í víking til Köben að heimsækja Loga Frey vin sinn, svo þetta er að verða veraldarvön dama.
Á þessu nýja ári var fyrsta mikilvæga ákvörðun mín að losa mig við bleiku síðuna sem gerði mér ekkert gagn og hafa framvegis ekkert bleikt hér! Vonandi verður það til þess að ég komi meira frá mér hér. Hér verður hægt að lesa um fjölbreytilegt líf heimavinnandi húsmóður á þrítugsaldri (ó mæ..), vonandi njótið þið vel............... *hóst*
Komnar nóvembermyndir á www.brynhildureva.tk vonandi kemur des svo sem fyrst.
Nýárskveðjur!
1 ummæli:
vó ég fékk í magann þegar ég las "húsmóðir á þrítugsaldri..."
Skrifa ummæli