11.11.03

er þetta fíllinn á Íslandi í dag.....?
lenti í mjög fyndnu í hádeginu!!! var að sækja kidda í skólann og það var þessi mígandi rigning og suddaviðbjóður úti.. ég stoppa fyrir utan skólann og um leið kemur maður í svörtum regnjakka gangandi öruggum skrefum til mín og gefur mér merki um að opna bílinn eða skrúfa niður rúðuna - farþegamegin.. ég er ekkert alveg að fatta svo hann bara opnar.. ég hélt að ég mætti ekki leggja þarna eða eitthvað og grunur minn styrktist þegar hann spurði mig: ertu að fara?.. ég flýtti mér að játa ef ske kynni að hann ætlaði að reka mig burt.. en hvað segir hann þá nema: get ég fengið far, ég er að fara upp á hótel esju?.................. ég tjáði honum sem var, ég var ekki á leiðinni í þá áttina og þá sagði hann bara: ókei, takk samt... lokaði bílhurðinni og hélt áfram göngu sinni................... ég hefði örugglega ekki þorað að segja nei, og væri þá líklega liggjandi utan vegar í blautum skurði í þessum töluðu orðum... hver veit?? :) Mér fannst þetta amk mjög fyndið og hló mikið þegar þessi ligeglad maður var farinn og ég hætt að gapa!!!!

Engin ummæli: