3.11.03

Aftur kominn mánudagur! Og hann er mas að verða búinn.. Helgin var fín miðað við vikuna sem var leiðinleg því við vorum að flytja. Við hjúin vorum menningarleg og létum sjá okkur á Hugvísindaþinginu uppi í Háskóla, fórum á fyrirlestra um Hringadróttinssögu!! Ég var viss um að við værum lent á þvílíku nördaþingi þegar fundarstjórinn byrjaði á því að tala á tungumáli álfa og það var eins og fólkið þarna inni væri að skila hvert orð!! En þetta var samt nokkuð áhugavert, mér fannst fyndið hvað enginn hafði neina trú á Tolkien í byrjun og allir voru að misskilja hann - þegar 1. bindi Hringadróttinssögu kom fyrst út í USA var á forsíðunni mynd af 2 emúum (ástralskir strútar) og jólatré!!!!!!! spurning um að vera nett misskilinn!! annars var nú fleira í boði sem ég hefði viljað sjá en ég gat bara ekki verið svona menningarleg í marga marga klukkutíma!

Enda beið mín skemmtilegt kvöld! Innflutningspartý hjá sísí og kris og það var ótrúlegt stuð!! Mjög flott íbúð, til hamingju :) Takk líka fyrir mig, þau voru ekkert smá flott á því í veitingunum, ég komst samt ekki að því hvort þetta var a la kris!??

Hef ákveðið að segja ekki orð um hrakfarir mínar (sem koma reyndar í löngum runum núorðið), nema það að það þurfti aðeins að hrista upp í stemmingunni með smá skemmtiatriði ;o)

Engin ummæli: