4.11.02

Svona getur lífið verið skemmtilegt
Maður er svo menningarlegur þessa dagana. Við skelltum okkur í leikhús á föstudaginn, sáum Kryddlegin hjörtu og auðvitað gerðist eitthvað fyndið. Í hryllilega dramatísku atriði þar sem var algjör þögn og eitthvað mikilvægt að gerast heyrist allt í einu magnað og langt prump!!! Einhverjum datt í alvörunni í hug að þetta væri besti tíminn til þess að leysa vind!! Þetta var alveg svona Dúfnahólar 10 móment!!!! Ég gat auðvitað ekki haldið í mér hlátrinum og tárin láku en það skrítna var að ég virtis vera eina manneskjan sem hló....

Engin ummæli: