11.11.02

Jæja þá er mesta sofuhelgi lífs míns á enda :( Það tók soldið á þetta skemmtikvöld sem við héldum á föstudagskvöldið, sérstaklega hrasið mitt í endinn... Ég var þá búin að sitja á þeim sveitta stað Celtic Cross og ræða ýmislegt gáfulegt við nokkra mastersnema af veikara kyninu, s.s. gyðjurnar í ER (?!), hassreykingar og própanóldrykkju. Klukkan var orðin ansi margt þegar ég ákvað að núna væri þetta komið gott og ákvað að koma mér heim en þá vildi svo skemmtilega til að fæturnir voru ekki sammála mér og þeir vildu vera eftir. Þetta endaði auðvitað með því að ég sat á gólfinu (það var sko ein trappa þarna niður...) og Hjörtur jóðlari hjálpaði mér á fætur á meðan Óli Sólimann hélt fyrir munninn svo hann mundi ekki hlægja (ógisslega kurteis...). Ég sagði honum samt að hlægja því það ER FYNDIÐ þegar maður dettur, er þaggi????!?!?!?!? Allavega hló ég ;)

Engin ummæli: