25.6.08
5.10.07
Síðastliðna daga hafa fréttablöðin fjallað um umferðahnútinn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og hvaða lausnir gætu verið á því vandamáli. Ég hef ekki hugmynd um hvernig hægt er að leysa þetta vandamál, enda ekki verkfræðingurinn í vinahópnum... En ég þarf víst að glíma við þetta vandamál og ég er eiginlega bara búin að vera orðlaus á hverjum morgni síðan í haust. Síðan ég var 16 ára er ég búin að keyra þessa leið nánast á hverjum morgni og umferðin hefur alltaf verið mikil. En það er ótrúlegt hvað hún hefur aukist bara síðan í fyrra, þrátt fyrir tvöfaldanir og ýmsar breytingar á gatnakerfinu. Ég hef nú ekki gengið svo langt í pirringi mínum að hugleiða að flytja úr Hafnarfirði, en mér hefur dottið í hug að segja upp vinnunni! Enda er þetta ógjörningur ef maður er með barn á leikskóla, því ekki get ég fengið tímann hennar lengdan vegna manneklu.. Ég fékk líka að heyra það í vinnunni um daginn þegar ég þurfti að tala við launabókhaldið vegna stimpilklukkunnar: "uuuuuu, þú þarft sko að vinna allann vinnutímann þinn.....". Ég vildi bara óska að ég gæti það!
3.9.07
23.8.07
18.8.07
Parketið á ganginum hjá mér skartar nú fögrum sanseruðum sólargljáa sem kallast á snyrtivörumáli Global Glow. Nýja fallega sólarpúðrið mitt sem ég fjárfesti í í Mac verslun í US and A datt í gólfið. Það er ekki einu sinni eins og ég hafi verið að nota það. Eða hafi notað það nokkurn tíma. Ég bara rak mig í það. Og þurrkaði það svo upp með hnénu á svörtu buxunum sem ég var að klæða mig í.
16.8.07
Hvernig ferðamaður ert þú?
Nú er fólk að tínast til vinnu aftur eftir sumarfrí og margir hverjir að koma úr ferðalögum innan lands eða utan. Ég hef tekið eftir því á mínum vinnustað að þeir sem ferðuðust skiptast í tvo hópa (að minnsta kosti). Það eru þeir sem ferðuðust bara svona til að hafa gaman af, breyta til og gera eitthvað skemmtilegt (vera í fríi...) og það eru þeir sem ferðuðust til að fræðast. Ég hef ekkert á móti því að fræðast svolítið á meðan ég er í fríi, fara á söfn og kynnast nýrri menningu - en hausinn á mér er í svo miklu fríi á meðan að staðreyndirnar fara að mestu inn um annað og út um hitt. Þeir sem eru hins vegar gallharðar fræðisugur í sumarfríinu sínu koma heim með staðreyndirnar í pokahorninu fyrir okkur hin... Þannig að í matartímanum þessa dagana fær maður spurningar eins og: ja, eitthvað hlýtur þú að hafa SKOÐAÐ í Ameríku?! og: hvað var að sjá svona þegar þið voruð að keyra um...? á milli þess sem maður fær að heyra um rapisntravis sem kom til búggí búggí árið sautjánhundruðogsúrkál og settist að á tanganum sem maður gat séð bara beint af hótelsvölunum.... Ég ætti kannski að fara að hafa kveikt á on takkanum þegar ég er í fríi? Hvernig ferðamaður ert þú?
14.8.07
Fríið búið...
Við erum víst komin heim úr fríinu og byrjuð í vinnunni aftur :( Ég er farin að læra fyrir próf og get ekki beðið eftir því að klára þann pakka. Fríið var æðislegt, bæði innan lands og utan og við höfðum það eins gott og hægt er að hugsa sér. Reyndar kom ferðataskan mín ekki fyrr en 5 dögum of seint og ég var nánast étin upp til agna af moskító, en það er ekkert til að kvarta yfir... Brynhildur Eva var í dekri allan tímann eins og við er að búast og hún hélt upp á 3ja ára afmælisdaginn sinn í þessum fallega skellibjöllubúningi:
Núna ætla ég bara að reyna að hugga mig við það að það er ennþá sumar þó svo að fríið mitt sé á enda og reyna að njóta þess þrátt fyrir svolítinn próflestur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)