Síðastliðna daga hafa fréttablöðin fjallað um umferðahnútinn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og hvaða lausnir gætu verið á því vandamáli. Ég hef ekki hugmynd um hvernig hægt er að leysa þetta vandamál, enda ekki verkfræðingurinn í vinahópnum... En ég þarf víst að glíma við þetta vandamál og ég er eiginlega bara búin að vera orðlaus á hverjum morgni síðan í haust. Síðan ég var 16 ára er ég búin að keyra þessa leið nánast á hverjum morgni og umferðin hefur alltaf verið mikil. En það er ótrúlegt hvað hún hefur aukist bara síðan í fyrra, þrátt fyrir tvöfaldanir og ýmsar breytingar á gatnakerfinu. Ég hef nú ekki gengið svo langt í pirringi mínum að hugleiða að flytja úr Hafnarfirði, en mér hefur dottið í hug að segja upp vinnunni! Enda er þetta ógjörningur ef maður er með barn á leikskóla, því ekki get ég fengið tímann hennar lengdan vegna manneklu.. Ég fékk líka að heyra það í vinnunni um daginn þegar ég þurfti að tala við launabókhaldið vegna stimpilklukkunnar: "uuuuuu, þú þarft sko að vinna allann vinnutímann þinn.....". Ég vildi bara óska að ég gæti það!
5.10.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli