Fríið búið...
Við erum víst komin heim úr fríinu og byrjuð í vinnunni aftur :( Ég er farin að læra fyrir próf og get ekki beðið eftir því að klára þann pakka. Fríið var æðislegt, bæði innan lands og utan og við höfðum það eins gott og hægt er að hugsa sér. Reyndar kom ferðataskan mín ekki fyrr en 5 dögum of seint og ég var nánast étin upp til agna af moskító, en það er ekkert til að kvarta yfir... Brynhildur Eva var í dekri allan tímann eins og við er að búast og hún hélt upp á 3ja ára afmælisdaginn sinn í þessum fallega skellibjöllubúningi:
Núna ætla ég bara að reyna að hugga mig við það að það er ennþá sumar þó svo að fríið mitt sé á enda og reyna að njóta þess þrátt fyrir svolítinn próflestur.
2 ummæli:
Til hamingju með 3 ára skvísuna ;) Sú hefur verið flott á afmælisdaginn!
sætasta afmælis stelpa í heimi!
Skrifa ummæli