25.4.07

játning dagsins

Ég er með stigafóbíu á háu stigi. Eða kannski frekar þráhyggju í sambandi við það að ég eða einhver detti illa niður stiga. Þetta er alvöru vandamál. Svona svipað og sumir eru hræddir við köngulær (er það ekki alvöru vandamál annars??). Stundum stend ég mig að því að vera að hugsa um það ef ég hefði nú bara aðeins stigið vitlaust hér eða þar, þá hefði ég rúllað svona með hausinn á undan og hálsinn hefði brotnað og..... og... Og þá fer svona nettur hrollur niður bakið á mér. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig er fyrir mig að eiga barn á þriðja ári sem vill helst hlaupa upp og niður alla stiga og ekki halda sér í! Það er hreinn hryllingur. Eins og mér finnst líka best í heimi að horfa á fólkið hér í vinnunni standa upp úr hjólastólunum og fara smátt og smátt að ganga eitt og óstutt, getur verið frekar erfitt fyrir stigaþráhyggjulúða eins og mig að mæta þeim í stiganum sem eru vanir að keyra um í hjólastól...

6 ummæli:

bryndis sagði...

haha.. ég er með eina fóbíu held ég!! Þegar ég sit í bíl þá hugsa ég oft um hversu djöfulli vont það væri að setja löppina út og keyra yfir hana - svona yfir ökklann - pældu í því - ég hef oft hugsað þetta.. geðveik !! kannski ??

Heiða sagði...

Þú ert með (Bathmophobia- Fear of stairs or steep slopes), á ég að taka þig í HAM meðferð? hehehe djók!
Annars skil ég þig alveg með þessa stiga, finnst stigar ferlega óþægilegir oft, t.d. stiginn uppí sumarbústað :S

heidi sagði...

hey, ester, ég er geðveikt sammála þér, yfirleitt alltaf þegar ég geng um framanmdi stiga þá hugsa ég ,,ojj hvað væri ógeðslegt ef ég myndi detta með hnéð á hornið á einhverri tröppu,, svo fæ ég svona gæsahúð að hugsa um það..??

samt ekki eins og þegar ég labba upp stigan heima eða hinumegin, bara svona einhverja sem ég er ókunn.. speeeees..

Nafnlaus sagði...

ég gæti alveg þegið svona meðferð hjá þér heiða, fylgir kokteill?
annars mundi ég líka eftir öðru. mér er illa við nagla sem standa út úr veggjum og eru ekki í notkun (engin mynd hangir á...). hugsa alltaf hvað gæti gerst ef ég ræki hausinn í naglann......

Nafnlaus sagði...

haah þú ert yndislegt ester!

ég er með fóbíu fyrir fólki sem kann ekki að keyra á vinstri akgrein eða nota aðreinar rétt! fæ allta hroll og hugsa hvað þetta fólk er ógeðslegt!

Heiða sagði...

Já auðvitað fylgir kokteill, hvernig spyrðu! :-O