30.4.07

hár - hair - hår...
Ég hef aldrei verið hrædd við að breyta hárinu á mér. Það sannast á því að ég hef krúnurakað mig eftir veðmál... Oftast er hárið á mér bara það venjulegasta í heimi og á meðan fer ég kannski ekki í klippingu mánuðum saman. Fyrir tveimur árum síðan hófst síðan nýtt hártímabil í lífi mínu. Það var þegar systir mín elskuleg byrjaði að læra hárgreiðslu. Ég treysti henni greinilega svo vel að ég leyfði henni að eiga við hárið á mér þegar hún vildi. Myndir frá upphafi þessa tímabils eru ekki í uppáhaldi hjá mér... En svo varð hún auðvitað betri og betri og er núna best. Svo ákvað hún að fara til útlanda. Þá voru góð ráð dýr og ég ákvað að fara í klippiverkfall og láta ekki skerða hár mitt fyrr en hún sneri aftur. Ég ætlaði að leyfa ykkur, lesendur góðir, að fylgjast með vextinum rétt eins og þið getið fylgst með ostinum góða mygla. En hugmyndir mínar um að setja upp myndver hér á skrifstofunni minni féllu ekki í góðan jarðveg. Skil það ekki. Þetta verkfall er senn á enda og það styttist óðum í það að systir mín komi heim. Þá getur hún líka tekið stöðu sinni aftur sem dónabrandaramaskína þegar fjölskyldan borðar saman. Mér finnst Kiddi ekki alveg passa í það hlutverk...

3 ummæli:

bryndis sagði...

haha.. er Kiddi farinn ad segja dónabrandara við matarborðið :) hahaha...ég trúi ekki að þú sért ekki búin að fara í klippingu!! það eru nú bara 17 dagar þangað til við sjáumst :) hlakka MIKIÐ til :)

Nafnlaus sagði...

oj já hann sagði eitthvað ógeð í gær þegar mamma og pabbi voru í mat hjá okkur. crap. hann sagði að hann væri bara að taka þinn stað við borðið... =) hlakka líka MIKIÐ til!

heidi sagði...

myndin er komin í hús, nenni ekki að kalla hana þessu leiðinlega viðurnefni "bumbumynd" en þú þarft víst að koma með aðra um hæl!