Við mæðgur erum búnar að liggja í veikindum alla vikuna. Fyrst lá ég, sem betur fer bara í sólahring, en svo tók Brynhildur við og hún er enn lasin litla skinnið. Hún er að reyna að setja Íslandsmet í fjölda gubbupesta á einum vetri held ég! Í dag er fjórði dagurinn sem hún heldur engu niðri og hún er ekkert smá slöpp. Ég geri því lítið annað en að skola ælu úr fötum á milli þess sem ég reyni að kíkja í skólabækurnar :oP Svo ætlaði ég aðeins að horfa á sjónvarpið og þá voru frjálsar íþróttir það eina sem var í boði, ekki beint spennandi! Eða hvað?! Sem ég horfi áhugalausum augum á 3000 metra hlaup karla hrasar einn keppandinn skyndilega og dettur. Hann er snöggur upp aftur en byrjar svo að hlaupa í vitlausa átt! Ég gat svo fylgst spennt með honum átta sig, snúa við og ná hinum að lokum... Spennandi.
2.3.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Frjálsar íþróttir eru stórhættulegar!!!
Vonandi er Brynhildur hætt að gubba og Bryndís systir þín ekki orðin ástfangin af danska klæðskiptingnum, ja nema á platónsku nótunum.
alveg makalaust samt hvað maður er tilbúin að horfa á hvaaaaaaaað sem er þegar maður liggur í veikindum eða letikasti!
ég var einmitt í einu slíku síðarnefnda um daginn og horfði á heila mynd sem ég veit ekkert hvað var um, því hún var ógeð hún var svo leiðinleg! samt kláraði ég hana alla af því að það var ekkert annað í gangi....
nema kannski rachel ray og það þarf vart að taka það fram hvað hún er fokk leiðinleg, en ok, ég ætla að hætta að kommenta á síðunni þinni og fara að gera eitthvað...
Skrifa ummæli