7.3.07

memoir

Ég var að pæla í því í gær hvað það er fúlt að eldast og vitkast. Sérstaklega þegar maður fattar hvað hlutir sem manni þóttu merkilegir eru í raun ómerkilegir. Hlutir sem manni þóttu óútskýranlegir, jafnvel yfirnáttúrulegir, hafa allir sína skýringu. Þegar maður fattar hvað maður var vitlaus...
Minning #1: Man ekki hvað ég var gömul, örugglega minna en 6 ára. Man ekki hvar ég var nákvæmlega en hjá vinkonu sem bjó í húsi á fleiri en einni hæð. Ég var niðri í opnu rými og allt í einu kom poki fullur af drasli fljúgandi "af himnum ofan" og lenti við fætur mér. Ég held að ég hafi sagt öllum frá þessari merkilegu upplifun. Auðvitað datt mér ekki til hugar að einhver hefði hugsanlega verið á efri hæðinni og látið pokann gossa......
Minning #2: Var lítil og var hjá ömmu Lóu og langaði að baka. Sjálf. Amma lætur að sjálfsögðu allt eftir manni og ég fékk þetta í gegn. Ég skipaði fyrir og hún setti í skál. ÉG "bjó til" uppskriftina, þetta var kaka og ég bakaði hana án þess að hafa uppskrift! Ég var að rifna úr stolti og sú tilfinning lifði lengi í brjósti mínu. Þar til ég fattaði hversu snjöll amma er í raun og veru ;) Auðvitað hugsaði ég ekki sem svo að ég hefði nú barasta bent á allt þetta klassíska sem fer venjulega í kökur og amma hefði vitað upp á hár hversu mikið ætti að fara af hverju.

Fattiði?!

1 ummæli:

Addý Guðjóns sagði...

Hahahahahahaha... Já því er nú ver og miður að barnlegt sakleysið hverfur á brott með aldrinum. En ég efast ekki um það eitt stundarkorn að þú sért góður bakari ;)