16.7.06

Confessions of a TODDLER drama queen's mother....
Dóttir mín er dramadrottning. Þarna. Ég sagði það. Fjúkk. Án þess að vera að grínast þá spurðum við foreldrarnir hvort annað um daginn hvort um eðlilega hegðun væri að ræða. Dóttir okkar er ekki orðin 2ja ára og þegar ég kom heim úr vinnunni um daginn lá hún uppi í sófa undir teppi og grét með ekkasogum. Ástæðan var Bangsímon. Hún var að horfa á Bangsímon og Frílinn sem er greinilega afar sorgleg teiknimynd. Eða hvað? Jú, litli Gúri þarf að fara að sofa. Fríllinn er líka búinn að týna mömmu sinni. Og svo mætti lengi telja. Sama gerist þegar Dýrin í Hálsaskógi eru sett í. Þar týnist jú bangsi litli! Og Litla lirfan ljóta, henni líður svo illa að lítil viðkvæm sál finnur til með henni. Svona er merkilegt að fylgjast með þessum blessuðu börnum vaxa og þroskast. Það er svo ótrúlega margt sem kemur á óvart. Hvernig á hún svo sem að greina á milli þess hvað er raunveruleiki og hvað ekki? Við vonum samt að það fari að koma að því. Á meðan munum við reyna að halda henni frá 'drama' barnaefni... svo hún endi ekki eins og aumingjans stúlkan hér til hliðar :oP

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

snilld:D haha

Nafnlaus sagði...

það er alltaf gott að gráta.... er það ekki þannig??