29.6.06

ræstitæknir

Það er merkilegt hvað maður getur orðið ruglaður í hausnum þegar maður er að vinna verkefni þar sem lágmarks heilastarfsemi er krafist. Ég er núna búin að vera í því að þýða verkefni úr ensku yfir á íslensku, sem er í sjálfu sér ekkert alltaf einfalt mál. Alls ekki. En ég er samt búin að fleyta mér svolítið langt áfram með það auðveldasta og geyma það 'besta' þar til síðast. Og verði mér að góðu þegar þar að kemur... Það sem ég er búin með er að þýða stök orð beint yfir á íslensku og þetta verður eins og hver önnur færibandavinna. Svo fer maður að rugla. Einföldustu orð verða flókin og furðuleg þegar þau eru tekin úr samhengi og síðan fer maður að þýða 'beint'. Table verður þá alltaf tafla þó ég meini borð og the cleaner scrubbed the floor verður þrifillinn skrúbbaði gólfið í staðin fyrir ræstitæknirinn jabba jabba jabba...... Já ég er hálf rugluð e-ð í dag og mér leiðist... Farin að blóta saklausu fólki og gera grín að rauðhærðum. Vinnudagurinn fer að verða búinn. Og meira að segja öll vinnuvikan... Hver segir annars að ræstitæknir sé e-ð betra orð en þrifill??

1 ummæli:

Addý Guðjóns sagði...

Þrifill er bara helv... fínt orð. Ég hélt í fáfræði minni sem krakki að maður þyrfti að hafa a.m.k. BA-próf í ræstiTÆKNI til að vinna sem slíkur tæknir. Skúringarkona er besta orðið að mínu mati, ég vann sem slík í fjöldamörg ár og harðneitaði að vera kallaður ræstitæknir, enda hafði ég ekki gráðu í faginu!