óþarfi?
Upplifði einkennilegt kvöld í vikunni. Fór á tupperware kynningu. Fyrir þá sem ekki vita betur er um að ræða plastvörur fyrir heimilið. Já.. Mér fannst ég vera af öðrum heimi en aðrir gestir þarna inni. Þetta er eitthvað sem mín skilningsvit ráða ekki við. Hvernig er t.d. hægt að vera tilbúinn til að borga tæplega 2000 kr fyrir eggjaskera?? Og að mig minnir um 3000-4000 kr fyrir salatvindu (sem þurrkar salatið manns og maður þarf að snúa henni með handafli...) Ég fékk líka vægt áfall þegar ég sá að elskuleg móðir mín á nánast e-ð af öllu sem var í kynningarbæklingnum... jamm. Enda hefur hún viðurkennt að hafa verið með óráði á ákveðnu tímabili í lífi sínu (gjarnan kallað tupperware-tímabilið). Hún mælir ekki með þessum vörum umfram aðrar plastvörur og hún talar af reynslu. Ég fór líka einu sinni á pottakynningu þar sem ung kynningardama reyndi að selja viðstöddum pottasett fyrir 250.ooo kr. Já, þú last rétt. Sú kynning var líka ofar mínum skilningarvitum.
4 ummæli:
já alveg merkilegt hvað 2000 kr. Tupperware box er MIKIÐ MIKIÐ betra en 200 kr. box úr Ikea... tala nú ekki um hvað salatvindan er nauðsynleg á öllum heimilum... bullshitt ;)
ohh mikið er ég fegin að þú ert ekki tupperware-eiginkona ! Ester ... I love u!
Já á ég að segja þér eitt sem er merkilegra ég þekki persónulega par sem keypti svona potta þú þekkir meira að segja þetta par líka...óli píka!
kv
Sigrún
ójá, þá held ég að ég þekki 2!!
Skrifa ummæli