Sugar, du du du du du du....
Mikið held ég að sykurstuðullinn í dóttur minni sé orðinn hár. Eftir tvö brillíant barnaafmæli í vikunni þar sem litla skinnið lagðist í sortir eins og börnum er lagið og borðaði rice crispies kökur eins og herforingi, held ég að það sé komið nóg í bili... Sykurinn hélt henni enda dansandi fram eftir öllu í gærkvöldi og alveg þar til hún var farin að sulla yfir sig vatni úr nálægum glösum til að kæla sig niður. Ó mæ. Svona er að hafa Hössa (Baldurs) afa á gítarnum. En ég sé fram á að hún eigi eftir að ná sér upp úr þessu því hún byrjar í Íþróttaskóla á morgun! Ójá, það verður nú fjör.Annars ætlum við fjölskyldan líklega bara að fylgjast með ædolinu í kvöld, við erum alveg dottin inn í þetta. Mér finnst svo margir skemmtilegir í hópnum. Ingólfur vann sér þó inn þó nokkur stig umfram hina þegar hann sendi kveðjuna til hennar Þórdísar í fyrsta þættinum! Talandi um daður í beinni... dadaraaaaa ;o) Djók. Svo skemmir ekki að hann er skemmtilega sjarmerandi og fínn söngvari.
Góða stundir.
1 ummæli:
Ég er sko sammála þér...... ÁFRAM INGÓ ;)
Skrifa ummæli