5.1.06

Árið 2005
... fórum við fjölskyldan tvisvar til útlanda. Til Kjöben í janúar og Þýskalands í ágúst. Báðar ferðirnar voru æði og við getum ekki beðið eftir að komast e-ð aftur.
...byrjaði ég í nýrri vinnu.
...ákváðum við að fara út í nám.
...hættum við við að fara út í nám...
...ákvað ég að byrja í námi hér heima 2006!
...varð Brynhildur Eva 1 árs.
...byrjaði Brynhildur Eva hjá dagmömmu.
...gerðust auðvitað ótal hlutir í lífi Brynhildar Evu eins og gengur og gerist.
...urðum við Kiddi hálfar aldar gömul samanlagt :o)
...seldum við íbúðina okkar.
...fundum við okkur nýja íbúð.
...gerðum við líka fullt af 'venjulegum' hlutum.

Á toppnum yfir atburði ársins eru báðar utanlandsferðirnar, enda alltaf gott að komast í víking. Erum orðin ansi h&m þurfi núna! Annar atburður kom sterklega til greina sem atburður ársins og hlýtur í staðin viðurkenningu sem tilviljun ársins. Sá atburður átti sér stað þann 8. febrúar árið 2005, en þann dag eignuðust tvær góðar vinkonur mínar frumburði sína með aðeins 1,5 tíma millibili. Þetta var algjör tilviljun því þær voru alls ekki settar á sama tíma. Þóra og Baldur Kári og Guðrún Svava og Páll Steinar, til hamingju.

4 ummæli:

she sagði...

Aldeilis viðburðarríkt og skemmtilegt ár að baki hjá þér sterí mín :)

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár já og vonandi verður þetta eins viðburðaríkt ;)ohh Stera! linkurinn minn hérna er ennþá bilaður...

Addý Guðjóns sagði...

Helló beib!
Gleðilegt árið, ég vona að það verði jafnviðburðarríkt hjá þér og það síðasta! Skilaðu góðri kveðju á Grensás...
Annars er ég farin að reyna að blaðra eitthvað á Netinu, öllum til ama en mér til ómældrar ánægju...
Linkurinn er hér að ofan.
Þar til næst!

Addý Guðjóns sagði...

Ummm.. linkurinn virkar víst ekki.
Hann er www.addygudjons.blogspot.com