23.1.06

óreiða, hamingja, þreyta, gleði og geðshræringar....
Þessi stikkorð hafa einkennt síðustu daga. Við erum flutt í Einiberg 19 og ég er meira að segja búin að bjóða í mat og baka köku! Rosaleg húsmóðir. Það er óðum að verða heimilislegt hjá okkur en stofusófamálin eru e-ð að malla þannig að stofan verður ekki tilbúin strax. Brynhildur er afar hamingjusöm með nýja húsið og herbergið sitt og er dugleg að hjálpa foreldrunum að skrúfa saman hluti og gera fínt. Hún vakti síðan mikla lukku í vikunni (eða þannig) þegar hún stakk mömmu sína af í Bónus. Úff, púff. Míns var komin með tárin í augun þegar ég loks fann hana en henni fannst ekkert smá fyndið að sjá mömmuna sína koma hlaupandi og grípa sig í fangið ;o)
nenniekkimeiríbili...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Trudu mer, tetta er abyggilega ekki seinasta skiptid sem hun stingur af...
Addy paddy i utlandinu.

Nafnlaus sagði...

Jibbí jei hlakka til að koma og sjá...Einiberg..næstum eins og einiberjarunn í þekktu lagi...göngum við í kringum... Já eða bara ekki - láttu vita þegar þú tekur á móti gestum!

Nafnlaus sagði...

þú ert alltaf velkomin darling ;o)

Elva Dögg sagði...

hey má ég þá ekki kíkja líka - við náttlega klúðruðum alveg málunum um jólin. ég skammast mín er ekki búin að hitta litla eyrúnar sweetie einu sinni... díses. hmmm. hvað segiði - eigum við að hittast kannski?