5 eitthvað..........
Já, ég er búin að vakna klukkan 5 eitthvað síðustu 2 morgna :oI Sem er auðvitað ekki svo kúl. Maður er rekinn á fætur með harðri hendi þess sem öllu ræður. Sú sem öllu ræður er farin að verða eins og oggu pínu lítið sirkusdýr. Kann fullt af sniðugum brögðum. Það nýjasta er svo lúðalegt að ég veit ekki hvort ég get sagt frá því.... Jú, ok. Hún hermir eftir RAGGA BJARNA!!! úff, æ nó, há leim is ðett?? Djók. En hún gerir svona Ragga Bjarna hendi :oÞ haha, það er bara fyndið. Hvernig gerir Raggi Bjarna?????????????
Litla sirkusdýrið var í pössun í gærkvöldi hjá ömmu sinni og afa á meðan mamma og pabbi fóru út að borða. Við fórum sem sagt á Apótekið í gær og það var sjúklega gott. Ég fékk mér grillaðan hörpudisk nigiri (eins og eldað sushi) í forrétt og svo grillaðan túnfisk í aðalrétt :oP Ekker smá jömmí. Svo rákumst við á Silju, Katrínu og Steinar á Hressó og hoppuðum aðeins þar inn að spjalla við þau. Síðan þegar við komum heim til mömmu og pabba tók pabbi dramapakkann á þetta....
*
Pabbi: "Ester, má ég sjá hendina á þér?!"
Ég sýni honum hendina og mér dauðbregður....
Pabbi: "Nei hina hendina?!!!!"
Ég (alveg búin að sýna báðar): "Ég er bara með þessar tvær!!!"
Pabbi: "Hvað er þetta??????????!!!!!!!!!!!!!!!!!!!" (Bendir á trúlofunarhringinn minn...)
Ég: "Pabbi!!! Þú ert að grínast?!!!!!! Ég er búin að vera með hann í 5 ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!"
*
Rólegur á dramanu! Einn að bíða eftir að dóttir sín gangi almennilega út!! Fannst að það hlyti að hanga e-ð á spýtunni fyrst við vorum að fara fínt út að borða ;o)
1 ummæli:
múhahahahahaha :O) kannski gleymdir þú bara að láta hann vita fyrir 5 árum með hringinn... ;)
Skrifa ummæli