Til gleðinnar
-
Hve ég elska þig, gleði, með geislana þína,
- án gleði er eg aumlega stödd -
þá sólbros þitt skín inn í sálina mína,
þar syngur hver einasta rödd.
*
Og þá vil eg öllu því lifandi líkna
og lofa því gleðina sjá.
Allt mannkyn þá vil eg af misgjörðum sýkna
og mildinni konungdóm fá.
*
Þú opnar það besta, sem eðli mitt geymir
og uppljómar dimmustu göng,
svo ljósið og hitinn að hjarta mér streymir,
og hugurinn fyllist með söng.
*
Því elska eg þig, gleði, með andlitið bjarta
sem áhuga kveikir og þor.
Þinn bústað sem oftast mér hafðu í hjarta,
þú, huga míns syngjandi vor.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
-
Já, já, ég er nörri! En maður er nú ekki íslenskufræðingur fyrir ekki neitt! Svo ekki segja að þú hafir ekki búist við þessu..... Rakst á þetta í vinnunni og ég bara varð svo glöð og leið svo vel í hjartanu af því að lesa þetta :o) Veit ekki hvað það er........ Svo ég haldi áfram væmninni þá verð ég að deila með ykkur því besta í heiminum í dag: þegar krúsímúslíin mín knúsar mömmu sín, tekur um hálsinn, leggur höfuðið á öxlina og klappar á bakið!! aaaawwwwww það er svo sæææætt og notó og bræðir mann alveg eins og vax....................... Ekki er verra ef það fylgir lítill koss í kjölfarið ;o)
2 ummæli:
Já ég er ekki frá því að ég sé líka enn glaðari eftir að hafa lesið þetta.
Ég er síðan vitni að því hversu sætt það er þegar krúttköggullinn þinn gerir þetta ;) úffff hún er svo mikið æði .......... var að spá mætti ég kannski eiga hana ? ;/
naauuuuuuutssssss!!! ertu brjál!? en það er aldrei að vita nema þú getir fengið hana lánaða í smá stund ;o)
Skrifa ummæli