15.6.05

No-no, no-no-no-no, no-no-no-no, no-no there´s no limit!

Mér er orðið ljóst....
  • að það er alltaf jafn gaman að hitta mafíu-skvísurnar
  • að það er alveg hægt að grilla á hálfu grilli, það tekur bara aaaaaaðeins lengri tíma!
  • að tangó og vangadans eru mjög lík dansform.........
  • að ég kann ekki að dansa tangó
  • sumir geta dansað tangó þó þeir séu með þungan stein á baugfingri ;o)
  • að það er hægt að kaupa sér raðfullnægingu í miðbænum.... "ég ætla að fá 5 fullnægingar..."
  • að meðaldjammarinn á Íslandi var enn með snuð á dögum hip-hopsins og það er lame að dansa það á djamminu.... það var meira að segja "hrint mér" á dansgólfinu!!!!!!
  • að sama skapi eru fáir sem þekkja smelli á borð við No limit og Cotton eye Joe!! Sem fær mig og Katy til að finnast við vera gamlar.... Páll Óskar fær mööööörg prik fyrir að spila ninetees tónlist fyrir okkur á da prik
  • að Brynhildur ER stór, hún KANN að labba og hún GETUR allt! .......bara þegar enginn sér ;o)
  • að Brynhildi finnst fínt að gista hjá ömmu og afa
  • að henni finnst ekki eins gaman að fara á fótboltaleiki eða á útskriftarathafnir........
  • að Íslendingar fá alltaf kvef þegar þeir halda að það sé komið sumar
  • að ég er ekki enn búin að selja gamla bílinn minn en er samt búin að kaupa nýjan.... vantar þig bíl?! Hafðu þá bara samband!
  • að ég get aldrei munað hvaða dagur er, og það kemur sér illa fyrir mig annan hvern þriðjudag :oÞ
  • að ég er búin að vera í allan dag að gera þessa blessuðu færslu, með góóóóóóðum hléum

3 ummæli:

she sagði...

snilldarfærlsa.... !

Katrin sagði...

já það var fyndið "þegar það var hrint þér" hehehe :) gellan ennþá með leikskólataktana... og við ennþá fastar í hipp hoppinu ;)

Nafnlaus sagði...

mjeeeehehehehe