hmm......
Veit ekki alveg hvað ég var að pæla með þetta útlit, en ok. I'm not having a bad day or anything....
Skrapp aðeins áðan að heimsækja Kvennó, alltaf gott að koma þangað. Þurfti að sækja þangað prófskírteinið mitt á dönsku fyrir umsóknina. Borgaði 1000 kall fyrir. Fór svo í Iðnskólann fyrir Kidda að ná í samskonar pappír, bara á ensku því þeir kunna ekki dönsku uppí Iðnskóla, og þar borgaði ég 2000 kall!! Þvílíkt okur og þvílíkur verðmunur! Svo kostar þetta 1500 kall í MK. Ég hef líka alltaf sagt að Kvennó er og verður besti skóli ever ;o) Ég skil ekki af hverju þetta kostar ekki það sama alls staðar......
Brynhildur Eva er voða skemmtileg þessa dagana og vaknar um miðjar nætur og lætur foreldra sína vera í svona 1-2 tíma að SVÆFA sig aftur :oS Frekar þreytt! Hún er líka að fá tönnslu sem ætlar að vera e-ð lengi á leiðinni upp. Vonandi er þetta bara útaf henni og hún fer að hætt þessu rugli. Hún er dáldill sérvitringur hún dóttir mín. Henni finnst skrítinn matur góður og venjulegur matur eins og kartöflur vondur. Svo er maður að heyra um börn á hennar aldri sem eru farin að skríða eða koma sér út um allt einhvern veginn, jafnvel reyna að standa upp. En Brynhildur Eva, nei nei. Henni liggur ekkert á að færa sig til. Finnst bara fínt að fá alla þjónustu sem hægt er og láta halda á sér sem mest, sitja stundum eða vera í göngugrindinni. Hún kann hins vegar að flauta... Það er gott að kunna það þegar maður er 7 mánaða..... Hún blístrar þá bara á mig, hei mums! koddu þaddna lufsan þín!!
Þar til næst............
Engin ummæli:
Skrifa ummæli