11.12.03

Þetta er fyrir þig Sóley, svo þér leiðist ekki...
Við erum sem sagt flutt núna og bara næstum alveg búin að koma okkur fyrir, bara pínu smádót sem á eftir að ganga frá og svo föttuðum við að við verðum að mála forstofuna og kaupa gardínur en það verður gert í rúlíghed því við erum höfum víst ekki mikinn lausan tíma þessa dagana... en þetta tekur ekki nema svo sem eina kvöldstund. Ég setti upp jólaseríur og soleis um leið og ég þreif allt þannig að það er alveg ógilllea kósí hjá mér, mas með mínimalískan aðventukrans! Já ég er svo víst næst til að hafa mí en það verður ekki fyrr en í jansúar því að Binsa verður farin austur þegar Sóley kemur heim... en ég er farin að pæla í matseðlinum, eru þið ekki spenntar???? En núna er ég að reyna að klára ritgerð og svo fer ég að læra undir próf sem er 20. des, en ég þarf líka að fara að ákveða mig með efni fyrir aðra ritgerð sem ég verð örugglega að skrifa á gamlárskvöld... látið mig vita ef ykkur dettur í hug skemmtilegt ritgerðarefni um þróun málvísinda, best væri auðvitað ef þið ættuð eina slíka tilbúna á lager handa mér! (svona, hver á ekki soleis í pokahorninu!?) Vona að þú sért nokkurn veginn sátt Sóley mín, læt þig vita ef mér dettur eitthvað merkilegt í hug... Kær kveðja ester.

Engin ummæli: