leiðinda dauðatal er þetta!! ég er ekki enn dauð (þótt á vissum tímapunktum síðustu daga hafi ég kannski óskað mér einhvers í þá áttina.. eða kannski ekki..) hvernig getur einn dagur verið svona misheppnaður?? fyrsta sessjón í nýju vinnunni og tækin ekkert að virka (komst svo að því áðan að það var einn takki á vitlausum stað..) en engill að himnum ofan bjargaði mér í það skiptið! en í skiptum fyrir þá björgun lét hann bara fullt af öðrum glötuðum hlutum koma fyrir mig í staðinn! dæmi: spólan í tækinu kláraðist og ég tók ekkert eftir því og hélt áfram að prófa, ég datt kylliflöt fram fyrir mig á stigapallinn á 3. hæð á þjóðarbókhlöðu (fyrir framan fólk), bílhurðin lokaðist á ökklann á mér, pilsið sem ég ætlaði í í afmælið var allt í einu rifið þegar ég var farin að heiman osfrv...............................buhuuuu
EN nýjasta lífsmottóið mitt er FALL ER FARARHEILL og mun ég lifa eftir því það sem eftir er og samkvæmt því á allt eftir að fara vel. Svo vitum við öll að samkvæmt lögmáli Murphys fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis svo VERTU VIÐBÚINN....
20.9.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli