11.3.03

Það virðist vera tíska dagsins hjá bloggurum að binda enda á nettilveru sína með nettilverulegu sjálfsmorði. Það ætla ég ekki að gera, amk ekki á snöggan hátt. Ég kýs frekar að deyja hér hægum dauðdaga, vonandi þó ekki með kvöl og pínu...
Var að skoða nýju kennsluskrána um helgina og er ekkert sérlega sátt.. ekkert spes í boði fyrir mig, ég geri mér amk ekki miklar vonir um að þetta áhugaverða sem er í boði verði kennt frekar en fyrri daginn! En fyrir ykkur blogg-hausa, þá verður kenndur kúrs í bloggfræðum (?!) í íslenskudeildinni næsta vetur. Hann kallast Blogg, blogg, blogg og Matti skratti mun kenna hann en ekki skal ég segja hvernig tekið verður á málum á þeim bænum.

Engin ummæli: