Góðan og blessaðan laugardag! Maður er auðvitað kominn upp í skóla og farinn að líta í skruddurnar sínar sem er alltaf gaman...
Í gær ákváðum við skötuhjúin að hvíla okkur á lestrinum og kíkja á Laugarveginn, skoða í búðirnar og kaupa kannski nokkrar gjafir. Þegar við vorum að leggja urðum við þokkalega vitni að smá dílíng! Allavega tók ég eftir manni sem stóð aleinn í svona litlum garði rétt hjá Bankastræti (þar sem er alltaf fullt af kardemommudropaflöskum) og klóraði sér í hausnum. Ég sá um leið að hann var að bíða eftir einhverju. Þá kom annar maður labbandi og stoppaði ekkert heldur löbbuðu þeir svona tvö skref saman og tókust í hendur, horfðu vandræðalega í kringum sig og fóru strax sinn í hvora áttina. Þetta voru ekki félagar og ekki menn sem hittust þarna fyrir tilviljun og tókust í hendur og sögðu: Hæ, gaman að sjá þig hér, bæ!
Er ég kannski mega saklaus og búin að horfa of mikið á bíómyndir...?
Næst týndi ég Kidda, eða réttara sagt hann mér. Smá misskilningur í gangi sem væri hentugri í Kringlunni eða Smáralind en á Laugarveginum! Við vorum ekki einu sinni með símana á okkur, en ég fann þessa elsku þegar hann var að spyrja einhverja afgreiðslukonu hvar einhver búð væri sem hann hélt ég hefði farið í.
En það sem ég vildi helst segja um þessa ferð er að við kíktum í Plastik, sem er snilldar búlla í bakgarðinum á móti Máli og menningu. Mæli með að allir kíkji í hana ef einhver vandræði eru með jólagjafir! Þar er að finna ótrúlega mikið af hlutum í svona kitch stíl, sem á reyndar ekkert við alla, ekkert sérstaklega vel við mig einu sinni en það er gaman að skoða þarna og við keyptum tvær jólagjafir og ég fann eina sem ég verð að eignast!!! Svona hvítir leðurinniskór (líka til bleikir, brúnir og svartir) með svona pallíettum og steinun! Samt held ég að þeir séu búnir til í Marokkó þar sem leðrið er unnið með skít því það er massív skítalykt af þeim, híhíhí, kannski samt betra en táfýla. Eða er táfýla betri en skítafýla???
14.12.02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli