22.11.02
Vá hvað maður er orðinn lélegur bloggari! Ekkert búin að skrifa í meira en viku!! Ekki það að maður hafi nokkuð að segja svosem... Samt eitt djamm búið í millitíðinni og allt! Fórum í vísindaferð hjá TMM og fengum að skoða blöðin og líka jólabækurnar á meðan við fengum okkur öl. Svo fór ég í ríkið kl. hálf átta eftir að hafa drukkið a.m.k. fjóra bjóra og straujaði atla uppá rúmlega 16.000!!!!!!!!!!!!! Haldiði að maður sé ekki flottur á því!! Fyllti bara innkaupakerruna af Thule og borgaði með júró ;) nóg að drekka fyrir mig allt kvöldið... Ætlaði svo að vera hetja/töffari og drekka viskí en það var nóg fyrir mig að þefa :þ ógilett!! Fórum í partý og svo annað partý þar sem við fundum ógislega flottar litaðar vídjóspólur! Aldrei séð soleis áður, ein var blá (strákarnir vildu endilega horfa á hana..) og ein var appelsínugul (einhver sagði að það væri Clockwork Orange en ég held að það hafi verið mjög úthugsað grín...) og ég held að það hafi líka verið ein græn, ég er samt ekki viss því að bjórinn var þarna farinn að segja til sín. Þá löbbuðum við bara niður í bæ en ég skildi veskið mitt eftir í parýinu, sem var kannski ágætt eftir ferðina í ríkið... Það var samt soldið skondið að ég hringdi um nóttina og lét loka kortinu, því að ég var ekki viss um hvar ég gleymdi veskinu, og sagði við manninn: Var það ekki örugglega notað síðast í ríkinu kl.hálf átta og verslað fyrir sextánþúsund............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli