24.10.02
Muniði ekki þegar við vorum í unglingadeild og allir voru alltaf bara í gallabuxum og bol eða einhverri peysu? Svo voru auðvitað sumir sem voru í e-u öðru en bara samt e-u venjulegu. Í mínum skóla var svo haldið flippball og allir áttu að vera í flippuðum fötum. Ég man nú ekki hvernig ég fór en vinkona mín fór í silfurlituðu pilsi og var með geisladisk um hálsinn og hún var kosinn flippaðasti nemandinn!!! Þá var maður líka ógeðslega flippaður ef maður átti skærlitað glansteygjupils!! Muniði eftir þeim?! Í gær var svo systir mín sem er í 8. bekk að fara á svona flippball í sama skóla og ég fór að pæla í þessu með henni og ef þið pælið aðeins í þessu líka, hvað er flippað í dag?? Er ekki allt leyfilegt? Ef þú sérð manneskju á Laugarveginum í neongrænum sokkabuxum og stuttu pilsi osfrv þá hugsaru ekkert Vá hvað hún er flippuð! Er ekki orðið daglegt brauð að sjá fólk í svona múnderingum??? Ég bara spyr.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli