BE AFRAID, BE VERY AFRAID..................
Ég komst að einu hræðilegu á síðustu tveimur vikum! Þið hljótið að hafa heyrt talað um þrítöluna í til dæmis ævintýrum.. margt gerist þrisvar og svo eitthvað, en ég hefði aldrei haldið að ég mundi lenda í þessu (lenda í þessu?! asnalega orðað, en whatever..) Þetta byrjaði á fimmtudegi og þetta snýst um það að ef maður hlær ógeðslega mikið 3 daga í röð og finnst ógeðslega gaman og hugsar með sér: ég er búin að hlægja svo mikið síðustu daga, en hvað það er nú gaman, þá á maður að vera hræddur því skelfilegir atburðir munu henda þann sem lendir í þessu!!!!! Þetta byrjaði á því að ég hló svo mikið af myndum af frænda mínum þegar hann var lítill (þarna er kannski skýringin..) en hann var mjög fyndið barn, en mjög sætt samt! Svo á föstudeginum fór ég í bíó og labbaði á glerhurðina í smáralind! Það var ógeðslega fyndið og ógeðslega vont, ég var með klaka á nefinu í bíó (og vatnið úr klökunum rann svo í klofið á mér og það var eins og ég væri pissublaut..) og ég hló alla myndina, sem var spennumynd í hágæðaflokki (með J-Lo!). Svo hló ég líka svona mikið á laugadeginum en ég man ekki alveg af hverju... en á sunnudeginum byrjuðu óútskýranlegir hlutir að gerast en ég held að álögunum hafi verið svipt af í dag þannig að þetta stendur yfir í svona 10 daga eða svo... BE AWERE, BE AFRAID, BE VERY AFRAID
22.10.02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli